Flugþjónar dönsuðu fyrir farþega

Flugþjónar Southwest Airline stigu léttan dans fyrir farþega.
Flugþjónar Southwest Airline stigu léttan dans fyrir farþega. Skjáskot/Tiktok

Flugþjónar Southwest Airlines í Bandaríkjunum komu farþegum sínum heldur betur til þess að brosa þegar þeir brustu í dans við innritunarhliðið. Einn farþeganna tók upp dansinn og birti á TikTok og Twitter. 

Í myndbandinu má sjá tvo einkennisklædda flugþjóna dansa samkvæmisdans. „Ég virðist vera í skemmtilega Southwest-fluginu með svölu flugþjónunum,“ skrifaði farþeginn við myndbandið. 

Hún sagði flugþjónana heita Wally og Cynthiu en vélin var á leið til Baltimore. 

Flugþjónar bandaríska flugfélagsins hafa það orð á sér á samfélagsmiðlum að vera nokkuð skemmtilegir, indælir og óformlegir við störf sín. 

mbl.is