Með barnaskarann í Grikklandi

Megan Fox og Machine Gun Kelly eru stödd í verslunarferð …
Megan Fox og Machine Gun Kelly eru stödd í verslunarferð Grikklandi með börnum sínum. Samsett mynd

Ofurparið Megan Fox og Machine Gun Kelly eru stödd í sannkölluðu fjölskyldufríi í Grikklandi um þessar mundir. 

Parið sást saman ásamt börnum sínum á aðal verslunargötu Þessalóníkí-borgar, en það er næst stærsta borg Grikklands á eftir höfuðborginni Aþenu. Samkvæmt frétt frá Daily Mail sást til fjölskyldunnar rölta búð úr búð á fjölmennri verslunargötunni. 

Tónlistarmaðurinn Machine Gun Kelly og dóttir hans úr fyrra sambandi, Casie Colson Baker, hafa varið miklum tíma upp á síðkastið með Megan Fox og þremur sonum hennar, Megan, Noah og Shannon, sem hún á með fyrrum eiginmanni sínum, Brian Austin Green. Þrátt fyrir að vera samsett fjölskylda virðist allt leika í lyndi á milli barna og foreldra. 

mbl.is