Ætlar til Maldíveyja um jólin

Ronan Keating fær loks að upplifa jól á suðrænum slóðum.
Ronan Keating fær loks að upplifa jól á suðrænum slóðum. Skjáskot/Instagram

Ronan Keating ætlar að verja jólunum á Maldíveyjum ásamt eiginkonu sinni og yngsta barni þeirra. Hann hefur aldrei verið á hlýjum stað á jólunum.

„Þetta verður mjög öðruvísi því ég hef aldrei átt hlý jól. Aldrei nokkurn tímann. Það hefur verið svo mikið að gera hjá okkur hjónunum að við þurfum á svona fríi að halda. Við hlökkum til að fá smá sólskin. Þetta eru fyrstu jól barns okkar og hann er því aðeins of ungur til þess að skilja hugmyndina um jólasvein. Nú er því tækifærið til þess að vera í burtu á jólunum,“ segir Keating. 

„Á næsta ári og öll næstu ár verðum við örugglega heima að setja fram smákökur fyrir jólasveininn.“

Ronan Keating er giftur Storm og eiga þau saman einn son, Cooper, sem er að verða eins árs. Þá á hann þrjú börn frá fyrra sambandi sem verða með móður sinni um jólin.

mbl.is