Reykjavík Edition eitt það besta 2022

The Reykjavík Edition hótelið er sagt eitt það besta til …
The Reykjavík Edition hótelið er sagt eitt það besta til að bóka á þessu ári. mbl.is/Eggert Jóhannesson

The Reykjavík Edition hótelið í miðborg Reykjavíkur er á lista CNN Travel yfir bestu hótelin til að bóka á árinu 2022. Listinn var handvalinn af ritstjórn ferðavefs CNN á honum eru 22 hótel víðsvegar um heim sem þykja þau bestu um þessar mundir. 

Reykjavík Edition opnaði hinn 9. nóvember síðastliðinn og eru 253 herbergi á hótelinu. Það er með fimm stjörnur og er því sannkallaður lúxus að dvelja á því. 

Á meðal hótela á listanum eru hótel á framandi slóðum eins og Korinkyo hótelið í Japan sem er stutt frá Kanazawa Kenrokuen garðinum í Japan. Þar er líka að finna Four Seasons hótelið í Napa Valley í Bandaríkjunu og Rock House á Turks- og Caicoseyjum. 

mbl.is