Aðalskvísurnar skíða í austurrísku Ölpunum

Birgitta Líf með bleika snjóbrettið sitt.
Birgitta Líf með bleika snjóbrettið sitt. Skjáskot/Instagram

Íslendingar virðast vera á faraldsfæti um þessar mundir. Ef þeir eru ekki í Búdapest þá eru góðar líkur á að þeir þeysist niður snjóþaktar skíðabrekkur erlendis.

Áhrifavaldarnir Kristín Pétursdóttir og Birgitta Líf Björnsdóttir skelltu sér að sjálfsögðu í skíðaferð í austurrísku Alpana á dögunum ásamt vinafólki. Miðað við færslur þeirra á Instagram gera þær vel við sig í mat og drykk á milli skíðatarna.

Stöllurnar voru vel dúðaðar í brekkunum og með útlitið upp á tíu eins og þeirra er von og vísa. Birgitta Líf klæddist skíðafatnaði frá 66° Norður frá toppi til táar en Kristín Péturs var í svartri úlpu frá tískurisanum Prada og með veglega Ganni húfu á hausnum. 



 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert