Beint flug frá London til Sydney

Airbus-flugvél frá Quantas Airways af tegundinni A380 í flugtaki.
Airbus-flugvél frá Quantas Airways af tegundinni A380 í flugtaki. AFP

Ástralska flugfélagið Quantas ætlar að hefja beint flug á milli London og Sydney. Áætlað er að flugferðin taki 19 klukkustundir. Vegalengdin á milli borganna eru 16.800 km. Áætlað er að fyrsta flugið verði árið 2025.

Quantas hefur pantað tólf Airbus 350 vélar til að sinna þessu verkefni. Vélarnar verða með 238 sæti en 40% af sætunum verða stærri en þekkist í almennum farþegarýmum. 

Mun þetta verða lengsta flug heims. Lengsta flug sem þú getur farið í í dag er á milli Singapúr og New York. 

Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem flugfélagið býður upp á beint flug á milli landanna. Fyrir heimsfaraldur var í boði að fljúga á milli London og Perth í Ástralíu í beinu flugi.

Ástralía
Ástralía Ljósmynd/Joey Csunyo
mbl.is