Farin í frí í miðjum réttarhöldum

Coleen og Wayne Rooney eru farin í langþráð frí eftir …
Coleen og Wayne Rooney eru farin í langþráð frí eftir erfið réttarhöld. AFP

Coleen Rooney og eiginmaður hennar Wayne Rooney eru farin erlendis í frí. Hjónin sáust á Manchester flugvelli. Síðustu vikur hafa verið annasamar hjá Coleen Rooney en hún og önnur fótboltafrú Rebekah Vardy há nú baráttu fyrir dómstólum.

Rooney hjónin ákváðu að missa af vitnaleiðslunum sem þá fóru fram og flugu í sólina með strákunum sínum fjórum. Fjarvera þeirra var útskýrð fyrir dómstólum þannig að þau voru fyrir löngu búin að skipuleggja þetta ferðalag og höfðu gert ráð fyrir að réttarhöldunum yrði lokið fyrir áætlaðan brottfarardag.

Réttarhöldin snúast að miklu leyti um hver beri ábyrgð á leka úr innsta hring Rooney. Coleen Rooney hefur ásakað Vardy um margt misjafnt og í kjölfarið kærði Vardy Rooney fyrir meiðyrði og vill fá umtalsverðar bætur í sinn hlut.

mbl.is