51 árs og fáránlega flott á Sikiley

Amanda Holden.
Amanda Holden. Skjáskot/Instagram

Britain's Got Talent-dómarinn, Amanda Holden, lítur fáránlega vel út miðað við aldur. Holden er stödd á sjarmaeyjunni Sikiley á Ítalíu um þessar mundir í vinnuferð. Á milli þess sem hún þarf að vera við tökur á nýjum þáttum úr smiðju BBC ásamt grínistanum Alan Carr, sem betur er þekktur sem Chatty Man, nýtur hún lífsins og sleikir sólina á Ítalíu.

Holden birti mynd af sér á hvítum sundfötum um liðna helgi og athugasemdarhlutinn var nálægt því að springa í loft upp því aðdáendur hennar áttu ekki til orð yfir líkamlega góðu formi hennar. Amanda Holden varð 51 árs fyrr á árinu en hún gæti allt eins verið á táningsaldri miðað við líkamlegt ástand hennar. 

„Tek hatt minn ofan fyrir Sikiley,“ skrifaði Holden við myndafærsluna og hélt á stráhatti á sama tíma og hún lofsamaði eyjuna. Aðdáendur Holden spöruðu ekki skilaboðin en henni hafa borist mörg hundruð jákvæðar athugasemdir.

„Vá! Þú lítur alveg töfrandi vel út,“ skrifaði einn. „Bara fullkomin,“ skrifaði annar. Það er ekki annað hægt en að vera sammála þeim.

mbl.is