Hið fullkomna skandinavíska sumarhús

Samsett mynd

Á norðvesturströnd Danmerkur er að finna hið fullkomna skandinavíska sumarhús, hannað af danska arkitektinum Søren Sarup. Hönnunin er í senn stílhrein og minimalísk, en gólfsíðir gluggar og einstakt lag hússins gefa því mikinn glæsibrag. 

Náttúrulegir litir og efniviður eru áberandi í hönnun hússins sem er umvafið fallegri danskri náttúru. Húsið er alls 153 fermetrar að stærð og var byggt árið 2018, en þar rúmast alls sex gestir hverju sinni. Þrjú svefnherbergi og tvö baðherbergi eru í húsinu ásamt glæsilegri stofu og eldhúsi. 

Sumarhúsið hefur vakið þó nokkra athygli og hefur það meðal annars fengið umfjöllun í hönnunartímaritum á borð við Dwell og Urdesign. Þar að auki hefur húsið verið vinsæll áfangastaður ferðamanna sem sækjast eftir ró og næði í fallegu umhverfi. Nóttin í sumarhúsinu kostar 1490 danskar krónur, eða jafnvirði rúmra 28 þúsund íslenskra króna. 

Ljósmynd/airbnb.com
Ljósmynd/airbnb.is
Ljósmynd/airbnb.is
Ljósmynd/airbnb.is
Ljósmynd/airbnb.is
Ljósmynd/airbnb.is
Ljósmynd/airbnb.is
Ljósmynd/airbnb.is
Ljósmynd/airbnb.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert