Hvernig á að pakka á síðustu stundu?

Stundum má flýta fyrir pökkunarferlinu með ýmsum snjöllum leiðum
Stundum má flýta fyrir pökkunarferlinu með ýmsum snjöllum leiðum

Margir byrja allt of seint að pakka fyrir ferðalag. Sumum finnst ómögulegt að undirbúa sig langt fram í tímann eða fyllast valkvíða yfir öllu því sem það langar en getur ekki tekið með sér. Loks er ferðastundin runnin upp og þá er bara eitthvað gripið í snarhasti.

Geymdu vissa hluti í ferðatöskunni allt árið um kring

Þó að þetta krefjist undirbúnings, þá er sniðugt að undirbúa nokkra hluti sem þú geymir alltaf í ferðatöskunni. 

Ef vissir hlutir eru alltaf til staðar í töskunni þá gengur pökkunarferlið nokkuð hratt fyrir sig þegar halda á af stað upp á flugvöll og minni líkur á að eitthvað gleymist.

Listinn gæti verið á þessa leið:

  • Plastpokar/taupokar sem nýtast fyrir óhreint tau
  • Taupokar fyrir innkaupaferðir
  • Sandalar sem þú notar bara í útlöndum
  • Litla ferðasnyrtitösku með nýjum tannbursta, tannkremi, verkjalyf, glærum plastpoka, bómullarskífur, ferðasápu, plástrum, eyrnalokkum og hálsmeni og öðru sem gæti nýst á ferðalagi.
  • Eins er sniðugt að um leið og varalitir, augnblýantar og maskarar eru farnir að láta á sjá þá má setja þá hluti í snyrtitöskuna og nota það sem eftir er á ferðalögum í stað þess að henda þeim beint í ruslið.
  • Svo geturðu líka alltaf geymt í ferðatöskunni náttföt og sjal sem þú notar lítið heima hjá þér og bara haft þau fyrir ferðalög.
mbl.is