Strangar reglur í einkaþotu Kardashian

Kim Kardashian vil ekkert brúnkukrem í fínu kasmírsætin í einkaþotunni …
Kim Kardashian vil ekkert brúnkukrem í fínu kasmírsætin í einkaþotunni sinni. Ljósmynd/Instagram

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian leyfir ekki hvaða vitleysu sem er í einkaþotu sinni. Til dæmis vill hún ekki að systur hennar komi um borð þegar þær eru nýbúnar að fara í brúnkusprautu. 

Í raunveruleikaþáttum fjölskyldunnar, The Kardashians, á dögunum sagðist Kardashian ekki geta leyft systur sinni Kendall Jenner að koma beint úr brúnkusprautun í flugið. Systurnar voru á leið til Mílanó á Ítalíu til að fara á tískuvikuna þar. 

Þegar litla systir hennar, sem er fyrirsæta, sagði að hún ætlaði að skjótast í brúnkusprautun fyrir flugið brást hún hikandi við í fyrstu. „Brúnkusprautun fyrir flugið mitt?“ spurði hún Jenner sem svaraði játandi og sagði að hún þyrfti bara að vera með brúnkuna á sér í þrjár klukkustundir áður en hún skolaði það af. 

„Hefurðu séð kasmírsætin? Þú mátt ekki fara með brúnkukrem á kasmírsætin mín,“ svaraði Kardashian. 

Þetta er ekki eina reglan um borð í einkaþotu Kardahisan, en farþegar mega ekki vera í skóm í vélinni og fá þar af leiðandi þar til gerða inniskó til að vera í um borð. 

mbl.is