Fyrsta stefnumótið var á Ítalíu

Amal Clooney og George Clooney hittust fyrst á Ítalíu.
Amal Clooney og George Clooney hittust fyrst á Ítalíu. AFP

Ítalía er eitt rómantískasta land í heimi. Það kemur því kannski ekki á óvart að stjörnuhjónin Amal og George Clooney fóru á sitt fyrsta stefnumót á Ítalíu, nánar tiltekið við Como-vatn þar sem hjónin eiga hús. 

Leikarinn greindi nýlega frá því hvernig umboðsmaðurinn hans ákvað að kynna hann fyrir konu sem hann hafði nýverið kynnst. Hann hélt því fram að Clooney ætti eftir að giftast henni. Vinkonan reyndist vera mannréttindalögfræðingurinn Amal Clooney og umboðsmaðurinn var sannspár.

„Þú ert fáviti. Þú veist það á ekki eftir að gerast,“ segist Clooney hafa sagt við umboðsmann sinn. Hann greindi nýlega frá sögunni í spjallþætti Drew Barrymore að því fram kemur á vef Daily Mail.

„Og svo kom Amal og við vöktum alla nóttina og töluðum saman og ég byrjaði að skrifa henni mörg bréf,“ sagði leikarinn. Þetta voru ekki tölvupóstar heldur alvöru bréf og segir Clooney þau enn skrifa hvort öðru bréf og skilja þau eftir og koddum hvors annars. 

Amal Clooney og George Clooney elska Ítalía.
Amal Clooney og George Clooney elska Ítalía. AFP
Amal Clooney og George Clooney.
Amal Clooney og George Clooney. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert