Bókaði sæti sem var ekki til

Atvikið átti sér stað um borð í vél Ryanair.
Atvikið átti sér stað um borð í vél Ryanair. AFP/Pau Barrena

Gerry nokkur Harrington bókaði sæti í 35. röð í vél Ryanair á leið til Dublin frá London Stansted í október. Þegar hann kom um borð og ætlaði að fara fá sér sæti komst hann að því að það var engin sætaröð númer 35. 

Harrington var ekki sá eini sem hafði bókað í sætaröð 35 heldur um átta aðrir farþegar líka. Klóruðu þau sér í kollinum yfir þessum mistökum um borð þar til áhafnarmeðlimir útskýrðu málið fyrir þeim og fylgdu frá borði. 

Þar var þeim boðið 250 pund frá flugfélaginu fyrir, næturgisting á hóteli og flugmiði morguninn eftir. Harrigton, sem ræddi málið við Daily Mail, sagðist hafa afþakkað þetta boð frá flugfélaginu þar sem hann hefði misst af móti sem hann var á leið á. 

„Við vorum nokkur sem lentu í þessu og allt í einu stóðum við öll aftast í vélinni með engin sæti og alllir að velta fyrir sér hvað gerðist. Allir voru með brottfararspjöldin sín í höndunum og það var greinilegt að eitthvað fór úrskeiðis,“ sagði Harrington. 

Talsmaður Ryanair sagði að vegna breytinga á vélum hafi nokkrir farþegar verið færðir yfir í flug daginn eftir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert