Gagnrýndur fyrir háskalegt atriði

Kvikmyndagerðarmaðurinn Aaron Eveland hefur hlotið mikla gagnrýni á samfélagsmiðlum.
Kvikmyndagerðarmaðurinn Aaron Eveland hefur hlotið mikla gagnrýni á samfélagsmiðlum. Samsett mynd

Kvikmyndagerðarmaðurinn Aaron Eveland hefur hlotið mikla gagnrýni á samfélagsmiðlum eftir að hann birti ógnvekjandi myndband af sér að dingla fótunum á toppi Half Dome-tindsins í Yellowstone-þjóðgarðinum í Bandaríkjunum. 

Half Dome stendur í 2.600 metra hæð og settist Eveland á brúnina og lét fæturna dingla fram af. Myndbandið tók hann með sjálfustöng en í bakgrunni sjást ung börn fylgjast með honum. 

Instagramsíðan TouronsofYellowstone er tileinkuð þeim ferðamönnum sem fara háskalega í þjóðgarðinum. Er orðið tourons sett saman úr orðunum moron (hálfviti) og tourist (ferðamaður).

„Gaur, ég svitna við að horfa á þetta. Ég fer í fjallgöngur með börnunum mínum og ég myndi aldrei leyfa þeim að standa svona nálægt brúninni ein,“ skrifaði einn en helsta gagnrýnin beinist að því að hann hafi einmitt gert þetta fyrir framan börnin og skilið þau ein eftir á brúninni. 

Half Dome er vinsæll áfangastaður ferðamanna, enda útsýnið magnað þaðan. Um 300 manns hafa fallið fram af brúninni og látist, þrátt fyrir að öryggisgirðing sé við brúnina.

mbl.is