Besti flugtíminn til að forðast ókyrrð

Svona skaltu forðast ókyrrð um borð.
Svona skaltu forðast ókyrrð um borð. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Morgan Smith, flugmaður með réttindi á Boeing 737 flugvélar, segir að á sumum tímum dags sé líklegra að flugvélar lendi í ókyrrð í loftinu. 

Í viðtali við New York Times á dögunum sagði hann að almennt séð væru morgunflug best fyrir þau sem finnst óþægilegt að lenda í ókyrrð. 

Ástæðan er sú að þá er landið ekki búið að hitna upp og hitinn ekki stigið upp frá jörðunni. Hitinn sem stígur upp frá jörðinni er eitt af því sem getur haft áhrif á það hvort vélar lenda í mikill ókyrrð. 

Það er ekki eina ráðið sem Smith gaf fólki til þess að forðast ókyrrð. Hann mælir líka með því að fólk sitji framarlega í vélinni. 

„Það er eiginlega alltaf þannig að við finnum minna fyrir ókyrrðinni fremst heldur en aftar. Þannig ef þú ert ekki hrifinn af ókyrrð, þá skaltu læra að verða flugmaður,“ sagði hann.

Hann sagði enn fremur að ókyrrð væri ekkert til að hafa áhyggjur af. Fæstir slösuðust alvarlega í ókyrrð, nema þeir sem eru ekki með beltin spennt. „Fólk þarf bara hafa áhyggjur af því að drykkurinn þeirra fari ekki út um allt. Þannig spennið beltin og ekki setja drykkinn ykkar á fartölvuna,“ sagði Smith.

mbl.is