Reykjavík öruggasta borgin fyrir ferðamenn

Það þykir nokkuð öruggt að ferðast til Reykjavíkur.
Það þykir nokkuð öruggt að ferðast til Reykjavíkur. mbl.is/Árni Sæberg

Reykjavík er öruggasta borgin fyrir ferðamenn til að heimsækja. Þetta sýna niðurstöður tryggingafélagsins Berkshire Hathaway Travel Protection

Næstöruggastar voru Kaupmannahöfn í Danmörku og Montreal í Kanada en 29 borgir um allan heim eru á listanum. 

Berkshire Hathaway byggði lista sinn á svörum frá ferðalöngum sem heimsóttu þessar 29 borgir og einnig lista Economist yfir öruggar borgir, mælistiku GeoSure Global, og glæpavísitölu Numbeo.

Forseti tryggingafélagsins sagði að þó þetta væru öruggustu borgirnar gætu að sjálfsögðu komið upp vandamál. „Maður veit aldrei hvað getur gerst þegar maður heldur í ferðalag, allt frá seinkun á flugi og týndrar tösku til veikinda,“ sagði Carol Mueller.

Þegar kom að ferðalögum innanlands kom í ljós að öruggast er að ferðast um Holland, svo Danmörku og Ísland. Á síðasta ári var Ísland talið öruggast.

Öruggustu borgirnar

  1. Reykjavík
  2. Kaupmannahöfn
  3. Montreal
  4. Amsterdam
  5. Seoul
  6. Singapúr
  7. Tókýó
  8. Berlín
  9. Lundúnir
  10. Sydney
  11. Barcelona
  12. Honolulu
  13. Róm
  14. Dúbaí
  15. París

Öruggustu löndin

  1. Holland 
  2. Danmörk
  3. Ísland
  4. Ástralía
  5. Noregur
  6. Kanada
  7. Þýskaland
  8. Svíþjóð
  9. Sviss
  10. Nýja-Sjáland
  11. Spánn
  12. Írland
  13. Sameinuðu arabísku furstadæmin
  14. Bretland
  15. Belgía
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert