Play býður Ásgeiri til Tenerife

Ásgeiri Jónssyni seðlabankastjóra stendur til boða að heimsækja Tenerife með …
Ásgeiri Jónssyni seðlabankastjóra stendur til boða að heimsækja Tenerife með Play gegn einni tásumynd. Samsett mynd

Flugfélagið Play hefur boðið Ásgeiri Jónssyni seðlabankastjóra að heimsækja Tenerife í skiptum fyrir eina glæsilega tásumynd. Fram kom í fréttum Bylgjunnar í hádeginu að Ásgeir hefði aldrei komið til Tenerife, en Ásgeir hefur gagnrýnt utanlandsferðir Íslendinga í vetur. 

Fyrr í vetur sagði hann augljóst á tíðum „tásumyndum frá Tene“ að einkaneysla væri að aukast mjög hratt. Skapaðist umræða um þau ummæli seðlabankastjóra og varð meðal annars til hópur á Facebook þar sem notendur birta myndir af tám sínum í sólinni á Tenerife. 

Tenerife er einn vinsælasti áfangastaður Íslendinga, allan ársins hring. Play flýgur beint til Tenerife og ætlar nú að bjóða seðlabankastjóra þangað. „Þetta gengur náttúrlega alls ekki. Við viljum endilega bjóða þér Ásgeir Jónsson til Tenerife í skiptum fyrir eina glæsilega tásumynd. Þú verður þó að svara boðinu frekar fljótt þar sem ferðirnar eru geysivinsælar, enda vorum við með um 90% sætanýtingu á Tenerife í síðasta mánuði,“ skrifaði Play í færslu á Facebook

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert