Sophie og Birkir ástfangin í stóra eplinu

Sophie Gordon og Birkir Bjarnason nutu lífsins í New York-borg …
Sophie Gordon og Birkir Bjarnason nutu lífsins í New York-borg í Bandaríkjunum. Skjáskot/Instagram

Eins og þeir fótboltamenn sem ekki eru á heimsmeistaramótinu í Katar um þessar mundir nýtur fótboltamaðurinn Birkir Bjarnason þess til hins ýtrasta að vera í fríi í nóvember og desember. Skellti hann sér til New York í Bandaríkjunum með kærustu sinni, frönsku fyrirsætunni Sophie Gordon. 

Birkir og Sophie virðast hafa notið alls þess besta sem stóra eplið hefur upp á að bjóða í heimsókn sinni. Þau gengu um Times Square, kíktu upp í Empire State-bygginguna, fóru á náttúrugripasafnið og heimsóttu minnisvarðann um fórnarlömb 9/11-árásanna.

Parið var í borginni yfir þakkargjörðarhátíðina og sá hina frægu skrúðgöngu Macy's í borginni. mbl.is