Sannleikurinn um Reynisfjöru

Reynisfjara hefur mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn.
Reynisfjara hefur mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Reynisfjara er einn vinsælasti ferðamannastaður landsins um þessar mundir og ferðamenn flykkjast á staðinn til að skoða fegurðina. Stundum er þó ferðamannafjöldinn um of, eins og ferðabloggarinn Amanda komst að þegar hún heimsótti hana um daginn. 

Amanda birti myndband af fjörunni og skrifaði Instagram - Raunveruleikinn. Í upphafi myndbandsins sjást töfrar Reynisfjöru greinilega en þegar hún snýr myndavélinni við sést mikill mannfjöldi í fjörunni. 

Þetta sama á við um marga aðra ferðamannastaði í heiminum, enda vinsælt að heimsækja fallega útsýnisstaði. Ása Steinars ferðaljósmyndari birti svipað myndband frá Hako­ne Shrine í Japan á síðasta ári. 

mbl.is