Íslenskar tvíburasystur vekja athygli

Uppátæki íslensku tvíburasystranna hefur vakið athygli.
Uppátæki íslensku tvíburasystranna hefur vakið athygli. Samsett mynd

Uppátæki tveggja íslenskra tvíburasystra hefur vakið heimsathygli á TikTok. Systurnar ákváðu að skiptast á vegabréfum og athuga hvort þær kæmust í gegnum vegabréfaeftirlitið á Keflavíkurflugvelli á leið til Bandaríkjanna.

Hrönn og Hrefna Jónsdætur halda úti vinsælum reikningi á TikTok og gera reglulega skemmtileg myndskeið á borð við þessi.

Í myndbandinu skiptast þær á vegabréfum og fara í gegnum eftirlitið. Tókst tilraunin vel og öryggisvörðunni tók ekki eftir neinu. 

Uppátæki systranna hefur ekki bara vakið athygli á TikTok heldur líka á erlendum fréttamiðlum. 

Ekki finnst öllum uppátæki systranna sniðugt eins og sjá má í athugasemdakerfinu á TikTok og þeim bent á að um lögbrot sé að ræða. 

Hrönn og Hrefna eru gríðarlega líkar, enda eineggja tvíburar. Gott dæmi um hversu líkar þær eru að þær geta opnað iPhone-síma hjá hvor annarri án vandræða, líkt og sjá má í myndskeiðinu hér að neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert