Margeir og Karen ástfangin á Balí

Dj. Margeir og Karen Grétarsdóttir Serafini.
Dj. Margeir og Karen Grétarsdóttir Serafini. Ljósmynd/Facebook

Heitasta plötusnúðapar landsins, Margeir Ingólfsson og Karen Grétarsdóttir, nýtur nú lífsins á Balí. Parið er afskaplega ástfangið og hefur birt myndir af sér á samfélagsmiðlum úr ferðinni. 

„Þegar api biður um selfie með uppáhalds DJ-unum sínum, þá erum við ekkert að láta það trufla okkur,“ skrifaði Margeir á samfélagsmiðla og birti mynd af þeim skötuhjúum kyssast með apa á milli sín. 

Hálfgert vetrarveður hefur herjað á landið að undanförnu en Margeir og Karen gerðu það eina rétta í stöðunni og flúðu í aðra heimsálfu. Maí er einn vinsælasti mánuðurinn til þess að heimsækja Balí. Um þessar mundir er hitinn aðeins undir þrjátíu gráðum, mátulegt bara!

mbl.is