7 hlutir sem flugfreyjur taka alltaf með sér í stopp

Á listanum eru sjö hlutir sem eru ómissandi í ferðalagið.
Á listanum eru sjö hlutir sem eru ómissandi í ferðalagið. Samsett mynd

Flugfreyjur eru sérfræðingar þegar kemur að því að pakka fyrir ferðalag enda hafa þær ferðast mikið og vita hvað er ómissandi og hvað er óþarfi að taka með sér í ferðalagið. 

Ferðavefur mbl.is tók saman sjö hluti sem eru ómissandi í ferðatösku flugfreyjunnar.

1. Rakagefandi húðvörur

Það fyrsta sem flugfreyjur pakka í töskuna sína eru oft rakagefandi húðvörur og sólarvörn. Það er mikilvægt að gefa húðinni sérstaklega mikinn raka bæði fyrir og eftir flug, en svo er mikilvægt að gleyma ekki sólarvörninni sem ætti að vera mikilvægur partur af húðrútínu allra áður en þeir stíga inn í flugvél. 

Rakagefandi dag- og næturkrem, varasalvi, sólarvörn, handáburður og gott krem …
Rakagefandi dag- og næturkrem, varasalvi, sólarvörn, handáburður og gott krem á líkamann eru dæmi um vörur sem flugfreyjur elska að nota fyrir og eftir flug. Ljósmynd/Pexels/Ron Lach

2. Mjúkt koddaver

Margar flugfreyjur eru farnar að taka með sér sitt eigið koddaver að heiman, ekki síst þær sem nota silki- eða satínkoddaver sem þykir sérlega gott fyrir bæði húð og hár. Þannig tryggja þær góðan nætursvefn og passa upp á húðina, en þetta á sérstaklega við um flugfreyjur með viðkvæma húð. 

Það er fátt betra en að leggjast á silkimjúkt koddaver …
Það er fátt betra en að leggjast á silkimjúkt koddaver eftir langan dag. Ljósmynd/Pexels/Cottonbro studio

3. Koffín

Flugþreyta er ekkert grín og það vita flugfreyjur betur en flestir. Sumar hafa gripið til þeirra ráða að vera alltaf með koffín sem auðvelt er að útbúa í háloftunum eða á hótelherberginu, eins og instant-kaffi eða matcha-duft. 

Kaffi og te eru góðir ferðafélagar þegar þreytan fer að …
Kaffi og te eru góðir ferðafélagar þegar þreytan fer að segja til sín. Ljósmynd/Pexels/Cup of Couple

4. Hollt snarl

Það er ekki gaman að vera svangur á ferðalagi, sérstaklega ekki ef þú þarft að sjá um fjölda farþega. Því er mikilvægt fyrir flugfreyjur að hafa hollt snarl við höndina eins og hnetumix, granólastangir eða þurrkaða ávexti.

Flugfreyjur passa upp á að vera alltaf með hollt og …
Flugfreyjur passa upp á að vera alltaf með hollt og gott snarl meðferðis. Ljósmynd/Pexels/Sarah Chai

5. Skemmtun

Flugfreyjur pakka gjarnan með sér skemmtun af einhverju tagi, eins og bókum, iPad eða tímaritum til að stytta sér stundir. Þó það sé gaman að ferðast um og skoða borgir í stoppi er mikilvægt að gefa sér líka tíma til slökunar, en þá er tilvalið að grípa eina bók með sér og slaka á.

Myndir þú velja bók, tímarit eða iPad?
Myndir þú velja bók, tímarit eða iPad? Ljósmynd/Pexels/Vlada Karpovich

6. Kósíföt

Eftir langan dag er nauðsynlegt að hlaða batteríin og hafa það notalegt. Kósíföt eru ómissandi í stopp, allt frá mjúkum kósísokkum og inniskóm yfir í mjúk náttföt og slopp.

Notalegt númer 1, 2 og 3!
Notalegt númer 1, 2 og 3! Ljósmynd/Pexels/Ekaterina Bolovtsova

7. Æfingaföt og búnaður

Margar flugfreyjur kjósa að hreyfa sig á ferðalögum sínum og því eru æfingaföt og búnaður ómissandi í ferðatöskuna. Margar pakka búnaði eins og jógadýnu, teygjum og nuddboltum með sér, en svo eru þægileg æfingaföt algjörlega nauðsynleg.

Það er mikilvægt að halda í rútínuna á ferðalagi.
Það er mikilvægt að halda í rútínuna á ferðalagi. Ljósmynd/Pexels/Mathilde Langevin
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert