Íslenskar fegurðardrottningar fögnuðu í Lundúnum

Það var mikið stuð á The Savoy-lúxushótelinu í Lundúnum á …
Það var mikið stuð á The Savoy-lúxushótelinu í Lundúnum á dögunum. Samsett mynd

Fegurðardrottningarnar Linda Pétursdóttir og Hugrún Birta Egilsdóttir áttu skemmtilegt kvöld með vinum sínum úr fegurðarsamkeppninni Ungfrú heimur á hinu glæsilega fimm stjörnu lúxushóteli The Savoy í Lundúnum. 

Linda varð Ungfrú Ísland og Ungfrú heimur árið 1988, en á viðburðinum hitti hún nokkrar af þeim sem kepptu með henni í Ungfrú heim fyrir 35 árum síðan.

Á einni myndinni má sjá Lindu ásamt keppendum frá Mön, bresku jómfrúaeyjunum og Barbados sem virðast alsælar með endurfundinn. Á annarri mynd skrifar Linda: „Að hitta þær aftur í fyrsta sinn í 35 ár. Algjörlega magnað!“

Linda með fegurðardrottningunum sem kepptu um titilinn Ungfrú heimur árið …
Linda með fegurðardrottningunum sem kepptu um titilinn Ungfrú heimur árið 1988. Skjáskot/Instagram
Keppendurnir voru að hittast í fyrsta sinn í 35 ár.
Keppendurnir voru að hittast í fyrsta sinn í 35 ár. Skjáskot/Instagram

Paramynd með Hugrúnu og Herra alheim

Linda birti einnig mynd af sér með Hugrúnu, en Hugrún varð Ungfrú Ísland árið 2015 og var valin til þátttöku í Ungfrú heim árið 2021. Með þeim á myndinni er kærasti Hugrúnar, Jack Heslewood, sem hlaut titilinn Herra alheimur árið 2019, og kærasti Lindu.

Hugrún og Jack opinberuðu samband sitt í júní 2022, en Linda greindi frá því að hún hefði fundið ástina á Spáni í ágúst síðastliðnum. 

Það vantar ekki upp á glamúrinn hjá þessum glæsilega hópi!
Það vantar ekki upp á glamúrinn hjá þessum glæsilega hópi! Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert