Hugrún fann ástina í fangi herra alheims

Hugrún Egilsdóttir og Jack Heslewood eru nýtt par.
Hugrún Egilsdóttir og Jack Heslewood eru nýtt par. Ljósmynd/Instagram

Fegurðardrottningin Hugrún Egilsdóttir keppti fyrir hönd Íslands í Miss World í mars. Keppnin átti að fara fram í desember en var frestað vegna kórónuveirusmits. Þótt hún hafi ekki komið heim með borða og kórónu, þá fangaði hún hjarta eins myndarlegasta mannsins á svæðinu, sem var kynnir í keppninni.

Sá heppni heitir Jack Heslewood og hlaut titilinn Herra alheimur 2019. Fljótlega tókust með þeim ástir sem gerði það að verkum að nú er hann í heimsókn á Íslandi þar sem hann drekkur í sig náttúrufegurð, ilmandi íslenskt sumar og bjartar sumarnætur. 

Heslewood er ekki bara mikið fyrir augað, því hann er flinkur trommari og þykir góður tölvuleikjaspilari. Hugrún var áður í ástarsambandi með Ásgeiri Trausta tónlistarmanni en sambandi þeirra lauk í vetur. 

Smartland óskar nýja parinu til hamingju með hvort annað! 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál