Birgitta Líf gerir vel við sig í New York

Það er fátt betra en heitt súkkulaði!
Það er fátt betra en heitt súkkulaði! Samsett mynd

Áhrifavaldurinn og markaðsstjórinn Birgitta Líf Björnsdóttir eyðir miklum tíma erlendis og hefur verið dugleg að ferðast með kærasta sínum, Enok Vatnari Jónssyni. Parið á von á sínu fyrsta barni á komandi vikum og hefur verið að njóta ljúfra samverustunda í svokölluðu „babymoon.“

Birgitta Líf og Enok skelltu sér í draumaferð til Lundúna þar sem þau sáu rapparann 50 Cent á tónleikum á O2 leikvanginum, en það voru fyrstu tónleikar bumbubúans. Stuttu síðar var parið mætt í sólina á Spáni þar sem Birgitta Líf leyfði óléttukúlunni að skína skært.

Nú er verðandi móðirin mætt til New York til að upplifa töfra jólanna þar í borg, en borgin er sannkölluð jólaparadís á þessum árstíma. Birgitta Líf birti myndir af sér í miðborg New York, nálægt einu þekktasta kennileiti borgarinnar, Radio City Music Hall og vitnar í eitt þekktasta jóla fyrr og síðar: „It’s the Most Wonderful Time of the Year.“

Birgitta Líf heldur úti einum vinsælasta Instagram-reikningi landsins og leyfir fólki að fylgjast með ævintýrum sínum, hérlendis og erlendis.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert