Fer ein með börnin til Ástralíu

Friðrik og Mary hafa átt erfitt upp á síðkastið eftir …
Friðrik og Mary hafa átt erfitt upp á síðkastið eftir að sást til Friðriks með annarri konu á Spáni. AFP

Mary krónprinsessa Danmerkur er farin til Ástralíu fyrir jólin með tvíburana Vincent og Jósefínu. Eldri börnin og Friðrik krónprins munu koma síðar.

Mary prinsessa á fjölskyldu í Ástralíu sem hún ætlar að heimsækja. Talið er að fjölskyldan snúi svo aftur til Danmerkur fyrir jól og verji aðfangadagskvöldi í höllinni Marselisborg í Árósum.

Mikið hefur mætt á fjölskyldunni í kjölfar frétta um að Friðrik krónprins ætti í meintu ástarsambandi við aðra konu. Til þeirra sást í Madrid og gisti hann heima hjá henni. Hann hefur ekki viljað tjá sig um málið og höllin segist almennt ekki tjá sig um sögusagnir.

Friðrik hef­ur verið gift­ur Mary krón­prins­essu í 19 ár og eiga þau fjög­ur börn sam­an. 

Mary og tvíburarnir fara á undan öðrum fjölskyldumeðlimum til Ástralíu.
Mary og tvíburarnir fara á undan öðrum fjölskyldumeðlimum til Ástralíu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert