Harry og Meghan njóta í Kanada

Hertogahjónin Meghan og Harry kunna vel við sig í Kanada.
Hertogahjónin Meghan og Harry kunna vel við sig í Kanada. AFP/ANDREW CHIN

Hertogahjónin af Sussex fóru til Kanada á dögunum en þó ekki bara til þess að fara í frí. Ástæða heim­sókn­ar­inn­ar er sú að nú er eitt ár í In­vict­us-leik­ana sem haldnir verða á næsta ári í Vancouver. 

Leik­arn­ir eru hug­ar­fóst­ur Harrys og eru alþjóðleg­ir leik­ar þar sem fyrr­ver­andi her­menn sem hafa slasast eða veikst við herþjón­ustu keppa í alls kon­ar íþrótta­grein­um. Prófaði Harry meðal annars hinar ýmsu vetraríþróttagreinar. 

Hjónin gerðu líka vel við sig í ferðinni. Valentínusardagurinn var haldinn hátíðlegur á miðvikudaginn og fóru hjónin út að borða á ítölskum veitingastað í tilefni dagsins. 

Harry renndi sér á sleða niður brekkuna.
Harry renndi sér á sleða niður brekkuna. AFP/ANDREW CHIN

Kanada skipar stóran sess í lífi Harry og Meghan

Meghan bjó í Kanda þegar þau Harry kynntust og þykir þeim sérstaklega vænt um landið. Þau voru í fjarsambandi fyrst um sinn en eftir trú­lof­un­ina greindi Harry frá því að þau hitt­ust að minnsta kosti á tveggja vikna fresti.

Áður en að Harry og Meghan sögðu sig frá opinberum skyldum fóru þau í leyfi með frumburðinn Archie sem var aðeins nokkurra mánaða. Kanada varð fyrir valinu en þau dvöldu í húsi á suður­hluta Vancou­ver-eyju. Eins og nafnið gef­ur til kynna er eyj­an ná­lægt borg­inni Vancou­ver. 

Harry og Meghan líka vel við sig í Kanada.
Harry og Meghan líka vel við sig í Kanada. AFP/ANDREW CHIN
Meghan var vel klædd á meðan Harry var í léttari …
Meghan var vel klædd á meðan Harry var í léttari jakka. AFP/ANDREW CHIN
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert