Þetta þarftu að vita áður en þú ferð til Balí

Balí í Indónesíu státar af mikilli náttúrufegurð.
Balí í Indónesíu státar af mikilli náttúrufegurð. Alfiano Sutianto/Unsplash

Ástralski ferðabloggarinn Annabel Symonds fór til Balí og gefur fólki hugmynd um við hverju má búast.

Erfitt að velja gistingu

„Við höfum ferðast um allan heim og gist á fallegum stöðum. Við reynum að fara ákveðinn milliveg þegar kemur að gistingu því við viljum að peningurinn endist. Það sem kom mér því einna helst á óvart við Balí var hversu hár standard var á öllu á Balí. Það reyndist okkur þrautin þyngri að velja gistingu því það virtist allt alveg frábært. Fyrstu nóttina gistum við á Maya Sayang í Seminyak og trúðum því ekki að við vorum með heila villu út af fyrir okkur. Við vorum með einkasundlaug, eldhús og stofu þar að auki. Það þarf bara að passa sig á að velja herbergi með loftkælingu. Það eru til mjög dýr hótelherbergi sem hafa enga loftkælingu, sem er sérstakt en þá er betra að passa sig,“ segir ferðabloggarinn Annabel Symonds.

Best að bóka bílstjóra fyrir daginn

„Allir sem ég þekkti sem höfðu farið til Balí voru með símanúmer hjá einhverjum bílstjóra. Balí er ekkert sérstaklega sniðin fyrir labb. Almenningssamgöngur eru ekki endilega eitthvað sem ferðamenn eru að tileinka sér á Balí og flestir keyra um á mótorhjólum eða í bíl með bílstjóra. Við myndum aldrei mæla með að keyra sjálfur í Balí þar sem við sáum fjölmarga ferðamenn lenda í árekstrum meðan við vorum þarna. Þá er heldur ekki gott að aka um á mótorhjóli nema maður sé þaulvanur. Umferðin þarna er kaótísk og auðvelt er að lenda í slysi.“

Ekki eins heitt og maður hélt

„Við áttum von á því að það yrði rosalega heitt á Balí. Sú varð ekki raunin. Heitast er utan rigningartíma þegar sólin er og allt er þurrt. Þá kom okkur á óvart hversu hreint loftið er á Balí.“

Ekki missa af blómaböðunum

„Eitt af því sem við elskuðum við Balí voru blómaböðin. Þau eru eitt það mest afslappandi í heimi. Ég horfði á konu setja rósarblöð í baðið og hún bara henti þeim í baðið án nokkurrar umhugsunar eða athafnar. En hitastigið var fullkomið. En þetta snýst ekki bara um blómin heldur eru baðkörin í Balí einstök. Svo djúp og stór.“

Karsa Spa í Ubud er ómissandi

„Þetta reyndist uppáhaldsáfangastaðurinn okkar á Balí. Heilsulindin var fullkomin. Við fengum okkur klukkutíma langt nudd á 40 dollara, líkamsskrúbb og blómabað. Allt var dásamlegt.“

Balí-maginn er ekkert grín

„Þú skalt alltaf hafa klósettpappír á þér hvert sem þú ferð. Það er oft talað um að fá „Bali-belly“ og það er ekkert grín. Ég fékk verki í magann og þurfti að vera í rúminu í örfáa daga. Ég hélt í fyrstu að þetta höfðu verið klakarnir í drykkjunum á einum strandarklúbb sem við fórum á en þá frétti ég að það gæti ekki verið þar sem barirnir flytja inn alla klaka. Magapestin hefur því líklega komið af einhverjum veitingastaðnum. Maður þarf að passa að bursta ekki tennurnar nema úr flöskuvatni og aldrei drekka kranavatn. Með þetta í huga ákváðum við að borða frekar innlendan mat, eins og steikt hrísgrjón því okkur fannst það minnka líkurnar á að borða eitthvað skemmt.“

Instagram-myndatökur alls staðar

„Balí er mjög vinsæll ferðamannastaður og maður fann svo sannarlega fyrir því. Allir voru að taka myndir af sér fyrir Instagram og manni leið stöðugt eins og maður væri að troða sér inn á annarra manna myndatökur bara með því að vera þarna. Manni fannst þetta miklu meira vandamál á Balí en t.d. á Ítalíu eða Grikklandi.“

Allt tekur lengri tíma 

„Þegar maður er að skipuleggja daginn er mikilvægt að hafa í huga að allt tekur lengri tíma en Google Maps segir til um. Umferðin er mikil og hæg. Ef eitthvað á að taka einn og hálfan tíma þá gæti það endað í þremur klukkutímum.“

Ekki eins ódýrt og þú heldur

„Maturinn er ekki eins ódýr og maður heldur. Við borguðum 40 dollara í morgunmat fyrir tvo á frekar vestrænum stað og um 80-100 dollara í kvöldmat. Ekki með áfengi.“

Rólumyndirnar frá Balí hafa slegið í gegn á samfélagsmiðlum.
Rólumyndirnar frá Balí hafa slegið í gegn á samfélagsmiðlum. Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka