6H heilsunnar eru gulls ígildi

Markmið fræðslunnar er að auka færni barnanna í að velja …
Markmið fræðslunnar er að auka færni barnanna í að velja fjölbreytta og holla fæðu og stuðla að því að þau stundi reglulega hreyfingu.

Góð vísa er aldrei of oft kveðin. Skólaheilsugæslan sinnir mikilvægu hlutverki fyrir börn í grunnskólum en hún er hluti af heilsugæslunni og framhald af ung- og smábarnavernd. Markmið skólaheilsugæslu er að efla heilbrigði nemenda og stuðla að vellíðan þeirra og er fræðsla mikilvægur þáttur í starfinu. Börnin fá fræðslu í skólanum og foreldrar fá reglulega póst um starf og fræðslu skólaheilsugæslunnar. Eftir fræðslu hjúkrunarfræðings fær barnið fréttabréf með sér heim og gefst þá foreldrum kostur á að ræða við börnin um það sem þau lærðu og hvernig þau geti nýtt sér það í daglegu lífi.

Stundum telja foreldrar sig vita ýmislegt um það sem er hollt, gott og mikilvægt varðandi heilsuna í dagsins önn en muna ef til vill ekki eftir því að segja börnunum frá þessum þáttum í erli dagana og því gott að vita til þess að skólaheilsugæslan sinnir þessu starfi af fagmennsku.

Áherslur fræðslunnar eru og „háin“ sex eru:

• Hollusta
• Hvíld
• Hreyfing
• Hreinlæti
• Hamingja
• Hugrekki

Í síðasta fréttabréfi skólaheilsugæslunnar til barna í 3. bekk grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu voru hollusta og hreyfing tekin fyrir. Markmið fræðslunnar er að auka færni barnanna í að velja fjölbreytta og holla fæðu og stuðla að því að þau stundi reglulega hreyfingu. Börn sem eru að vaxa og þroskast þurfa öðrum fremur holla og fjölbreytta fæðu. Undirstaða holls mataræðis er að borða fjölbreyttan mat úr öllum fæðuflokkunum á hverjum degi. Það er engin ein fæðutegund svo holl að hún veiti öll þau næringarefni sem líkaminn þarf á að halda. Hinir klassísku fæðuflokkar eru: Korn og kornvörur, grænmeti, ávextir, mjólk og mjólkurvörur, kjöt, fiskur, egg og feitmeti. 

Súrmjólk í hádeginu og seríos á kvöldin?

Upplagt er að hafa fæðuhringinn á ísskápnum og skoða hann með börnunum þegar verið er að útbúa máltíðir fyrir fjölskylduna svo börnin átti sig á því að það er ekki sérlega sniðugt að borða serios á morgnanna, ristað brauð í hádeginu og hafragraut á kvöldin því þá er er borðað svo til eingöngu úr einum fæðuflokki. Hér er einnig gengið út frá því að börn séu ekki grænmetisætur en að sjálfsögðu geta börn fengið öll nauðsynleg næringarefni úr öðrum fæðuflokkum en kjöti og fiski og eru flestir foreldrar grænmetisætna meðvitaðir um mikilvægi fjölbreytts fæðis fyrir sín börn.

Upplagt er að hafa fæðuhringinn á ísskápnum og skoða hann …
Upplagt er að hafa fæðuhringinn á ísskápnum og skoða hann með börnunum þegar verið er að útbúa máltíðir fyrir fjölskylduna


Skólaheilsugæslan undirstrikar einnig mikilvægi þess að hafa reglu á máltíðum. Þrjár aðalmáltíðir, þ.e. morgunmatur, hádegismatur og kvöldmatur og tveir til þrír millibitar á dag henta fyrir börnin og er þá minni hætta á að seilst sé í óholla millibita. Sælgæti, kex, kökur og gosdrykkir ætti ekki að vera aðgengilegt á heimilinu fyrir barnið dagsdaglega. Foreldrar eru hvattir til að hafa frekar sérstök tækifæri til að gera þeim dagamun. Æskilegt er að ávextir og grænmeti séu aðgengilegir, t.d niðurskornir, þegar hungur segir til sín milli mála. Enn fremur segir í ráðum skólaheilsugæslunnar að rólegt andrúmsloft við matarborðið sé mikilvægt og að börnin gefi sér góðan tíma til að borða og njóta samveru með fjölskyldunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert