Katrín splæsir í nýjan barnavagn

Katrín Middleton sást nýlega á gangi með hinn rúmlega 3ja …
Katrín Middleton sást nýlega á gangi með hinn rúmlega 3ja vikna Louis Arthur Charles – Lúðvík Artúr Karl fullu nafni á íslensku - yngsta son hennar og Williams prins, hertoga af Cambridge með nýja útgáfu af Silver Cross barnavagni. AFP

Kate Middleton hertogaynja af Cambridge hefur mikið dálæti á Silver Cross barnavögnum sem kallaðir hafa verið Rolls Royce meðal barnavagna. Hún sást nýlega á gangi með hinn rúmlega 3ja vikna Louis Arthur Charles – Lúðvík Artúr Karl fullu nafni á íslensku -  yngsta son hennar og Williams prins, hertoga af Cambridge í vagni sem heitir „Sleepover Elegance“ en áður notaði klassíska gamaldags útgáfu af Silver cross sem heitir Balmoral fyrir eldri systkini Luis, þau George og Charlotte (eða Loðvík og Karlottu).

Kate, Charlotte and Maria walking trough the park with Prince Louis a few days ago!

A post shared by Kate Middleton (@katemiddletonphotos) on May 17, 2018 at 1:44pm PDT


Leiða má að því líkum að Elegance vagninn sé liprari en hinn klassíski og svolítið stirðbusalegi Balmoral vagn. Sleepover Elegance vagninn sameinar nútímalega hönnun og glæsilegan stíl Silver Cross vagnanna, auk þess að vera á loftdekkjum. Hann er bæði flatur barnavagn sem hentar yngstu börnunum frá fæðingu en svo er hægt er að breyta honum í kerru þegar barnið eldist.

Í bresku konungsfjölskyldunni er löng hefð fyrr trygglyndi við Silver Cross vagnana og var sjálfri drottningunni ýtt áfram í slíkum vagni á fyrri hluta síðustu aldar. Hér  má sjá drottninguna fyrir miðri mynd en Anna prinsessa situr í vagninum. 
 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert