Eugenie prinsessa fagnar föður sínum

Mynd þessi af Andrew prins og dætrunum Eugenie og Beatrice …
Mynd þessi af Andrew prins og dætrunum Eugenie og Beatrice hefur aldrei komið fyrir sjónir almennings fyrr en Eugenie birti hana í tilefni af feðradeginum. mbl.is/skjáskot

Eugenie prinsessa deildir undurfallegri mynd af Andrew Prins með dætrum sínum ungum í fyrsta sinn í tilefni feðradagsins 17. júní sl. Myndin hefur aldrei komið áður fyrir sjónir almennings en hún sýnir mikla ástúð milli föður og dætranna tveggja, þar sem þær kyssa pabba sinn á báðar kinnar og hann brosir út að eyrum. Myndin lítur út fyrir að hafa verið tekin við formlegt tækifæri, án þess það sé nefnt sérstaklega, þar sem allir eru prúðbúnir á myndunum.

Happy Father’s Day!

A post shared by Princess Eugenie (@princesseugenie) on Jun 17, 2018 at 10:27am PDT

Prinsessan sem nú undirbýr brúðkaup sitt og kærastans Jack Brooksbank síðar á árinu skrifaði einfaldlega „Til hamingju með feðradaginn“ með myndinni en hún virðist vera í nánu sambandi við pabba gamla, Andrew prins, því það er ekki  nema vika síðan hún birti aðra mynd af honum í nýjum herbúning eftir að hann tók þátt í athöfn á vegum breska hersins í tilefni af afmæli Elísabetar drottningar.  Myndi sýnir kátan og uppstilltan Andrew í Buckingham höll í nýja varðsveitarbúningnum sínum.


Þó svo Andrew prins og fyrrverandi eiginkona hans Sarah Ferguson séu löngu skilin að skiptum virðist þeim hafa tekist að ala dæturnar upp góðum og jákvæðum fjölskyldutengslum. Reyndar varð Sarah fyrst til að óska sínum fyrrverandi til hamingju þegar hann var skipaður ofursti í varðsveit breska hersins. Sarah deildi einmitt mynd af sínum fyrrverandi við það tækifæri. Drottningin við viðstödd þegar Andrew var skipaður en Filip drottningarmaður, sem hafði gegnt stöðunni síðan 1975, var hvergi sjáanlegur en tilkynning hafði verið gefin út um að hann væri ekki heill heilsu en hann er orðinn 96 ára og því kannski kominn tími til að gefa syninum tækifæri á að spreyta sig í ofurstahlutverkinu. 

Hér má sjá myndina sem Sarah deildi á sínum Instagram reikningi, sínum fyrrverandi til stuðnings.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert