Tillögur að dægradvöl fyrir fjölskylduna

Börn á bryggjunni í Ólafsvík búin að veiða heilmikið af …
Börn á bryggjunni í Ólafsvík búin að veiða heilmikið af makríl. Alfons Finnsson

Nú fer að líða á sumarið, foreldrar taka sér frí frá vinnu og leikskólar loka. Með þessu fylgja hin ýmsu tækifæri en þá sér í lagi eftirfarandi tvö: að geta loksins lagst með fæturna upp í loft (hvort sem það er á sólarströnd, í útilegu eða heima fyrir) og að eyða meiri tíma saman sem fjölskylda. 

Hér höfum við tekið saman 5 skemmtilegar tillögur að dægradvöl sem fjölskyldan getur notið saman:

• Skipuleggið fjársjóðsleit
Fjársjóðsleit má undirbúa í ykkar nærtækasta umhverfi. Þannig verður það eflaust einfaldara og skemmtilegra fyrir börnin. Komið einhvers konar fjársjóði fyrir í húsinu eða garðinu (sé veður til þess). Það gæti þá verið litlir gimsteinar, súkkulaðiegg eða annað. Teiknið upp kort og leiðbeiningar.

• Kennið þeim einhverja handiðn/handverk
Kennið börnum eitthvað sem þið höfðuð gaman af í æsku. Að vatnslita, spila saman alls konar fjölskylduspil, eða kenna þeim á gamaldags myndavél sem dæmi. Gaman væri að fá alla fjöskylduna í verkefnið, þar sem allir hafa sitt hlutverk. Þetta væri þá eitthvað sem þau gætu svo kennt sínum börnum seinna meir.

• Bakið saman
Það má vel gera ráð fyrir því að eldhúsið endi á hvolfi; hveitið fari út um allt, egg, mjólk og jafnvel matarlitur víðs vegar. En ánægjan sem skín af fjölskyldunni þegar húsið ilmar af nýbökuðum kræsingum slær því öllu við.

Um að gera að nýta þekkinguna úr heimilisfræði vetrarins og …
Um að gera að nýta þekkinguna úr heimilisfræði vetrarins og baka með börnunum í fríinu. Eggert Jóhannesson


• Bjóðið í dagsferð
Farið öll saman niður á höfn með veiðistangir og prófið að dorga. Farið í skemmilegan bíltúr út fyrir bæinn/borgina eða haldið í gönguferð á útivistarsvæðum eða völdum gönguleiðum. Gerið eitthvað sem hleypir fersku lofti í lungun og njótið þess að vera úti saman. Í lok dags munu allir snúa glaðir heim, þreyttir eftir daginn og sofa vært.

Heimildir: Mummypages.ie

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert