Stóllinn sem bætir lífsgæði nemenda

Búðstoð flytur inn Flex stólinn.
Búðstoð flytur inn Flex stólinn. Ljósmynd/Aðsend

Flex stóllinn er ein af vinsælustu vörunum hjá A2S, sem er þýskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í skólahúsgögnum. Verslunin Bústoð selur þessa vöru á Íslandi og er með samning við Ríkiskaup.

Stóllinn var 3 ár í hönnun og var leitað til skólasamfélagsins þegar hann var hannaður.

Í byrjun var stóllinn hannaður með loftgötum á plastskel úr endurvinnanlegu fjölprópýlen en þeir sem unnu við ræstingar í skólunum gerðu athugasemd við þau göt þar sem matarleifar gætu myglað í götunum og tæki þar af leiðandi langan tíma í þrifum. Eftir þessa athugasemd ákvað A2S að setjast aftur að teikniborðinu til að finna lausn á vandamálinu. Eftir mikla vinnu komu hönnuðir fyrirtækisins upp með þá lausn að útbúa loftrásir í skelina sem varnar því að nemendur svitni og auðveldar þrif. Stóllinn hefur einnig marga aðra kosti. Hönnun skeljarinnar er einstaklega góð og var takmarkið að byggja upp plastskel sem auðveldar hreyfingu notandans og dregur úr þreytu í baki. Lag skeljarinnar er hannað til að nemandinn geti snúið fram eða aftur. Stólinn er hægt að fá 6 mismunandi hæðum og grind stólsins fáanleg í 7 mismunandi litum.

Öll húsgögn frá A2S standast það álag sem skólahúsgögn þurfa að þola og er 5 ára ábyrgð á öllum húsgögnum. Fyrirtækið leitar ávallt leiða til að gera húsgögnin vandaðri en dæmi um það er að öll húsgögn eru framleidd með laserkanti í stað hefðbundnar kantlímingar. Það eykur endingu húsgagnanna þar sem þéttleiki kanta er mun meiri.

mm@mbl.is

Flex stólarnir eru ekki bara vandaðir og vel hannaðir. Þeir …
Flex stólarnir eru ekki bara vandaðir og vel hannaðir. Þeir eru líka litríkir og fallegir. Ljósmynd/Aðsend
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert