Svona eru barnaherbergin 2018

Að búa til athvarf fyrir börnin okkar á öllum aldri svo þeim líði vel inni í herberginu sínu er góð fjárfesting. Að heimilið umvefji það ást og hlýju er markmiðið. Að þau tengi við kjarnann og líði sem best.

Þroskandi umhverfi

Litirnir í ár eru grár, blár og bleikur svo eitthvað sé nefnt. Það verður mikið um tjöld og kodda í ólíkum litum. Sinnepsgulur kemur sterkur inn og húsgögn í viðarlit. Með þessu er blandað litum sem eru mun klassískari en pastellitirnir frá því í fyrra. Þroskaðir litir, falleg listaverk og veggfóður verður vinsælt að þessu sinni. Enda viljum við stöðugt vera að þroska þau andlega þótt við viljum hafa yfirbragðið einfalt og þægilegt.

Náttúran í aðalhlutverki

Litasamsetningarnar verða flóknari og litirnir dýpri. Heilmikil hugsun er á bak við útlit í þessum stíl.

Í ár verður vinsælt að upphefja náttúruna inni í herbergjum barnanna okkar. Enda örvar það skilningarvit þeirra og tengir þau við ræturnar og jörðina. Veggfóður í blómamynstri með fallegum litum og djúpgrænum tónum verður að þekja í það minnsta einn vegg hjá barninu, sama á hvaða aldri það er.

Einföld barnaherbergi

Skemmtileg stefna þegar barnaherbergi eru annars vegar er að hafa þau einföld. Falleg húsgögn, litir og veggfóður gera kraftaverk; mjúkir púðar, tjöld og teppi. Síðan er kúnstin að hafa bara fáa hluti að leika sér með hverju sinni og nokkra hluti í fataskápnum. Börn kunna vel að meta þegar hlutum er skipt út og læra best að klæða sig sjálf og taka til í herberginu ef það er ekki of troðið þar inni. Í einföldum herbergjum er meira pláss til að leika sér.

Hlutir sem róa

Friður og ró er einnig áberandi stefna. Við búum til slíka stemningu með litum í herberginu, lýsingu og fallegum hlutum uppi á veggjum. Gott er að nota stjörnur eða aðra hluti sem lýsa í myrkri. Þannig geta börnin legið í rúminu og horft á eitthvað fallegt þegar þau eru að sofna eða verið er að lesa fyrir þau á kvöldin.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert