Börn í fimmta bekk í Mýrarhúsaskóla gáfu út jólalag

Nemendur í fimmta bekk í Mýrarhúsaskóla gáfu út lagið Tíminn …
Nemendur í fimmta bekk í Mýrarhúsaskóla gáfu út lagið Tíminn og snjórinn.

Börn og foreldrar í Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi eru komin í mikið jólaskap. Á dögunum gáfu nemendur í fimmta bekk út lagið Tíminn og snjórinn. Harpa Frímannsdóttir kennari í Mýrarhúsaskóla segir að lagið sé afrakstur hringekju sem skólinn er með einu sinni í viku. 

„Að þessu sinni gátu nemendur valið leiklist, ljóðagerð, listsköpun eða jólalagasmíði hjá mér. Jólalagið er afrakstur þeirrar vinnu. Við fengum frábæra aðstoð frá foreldrum nemenda, þeim Tinu Dickow og Helga Hrafni Jónssyni. Þetta var frábært samstarf milli heimilis og skóla sem er ómetanlegt og til fyrirmyndar,“ segir Harpa og vill koma því á framfæri að það vanti tónmenntakennara í Mýrarhúsaskóla. 

Hér fyrir neðan má hlýða á lagið.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert