Sindri Snær og Alexía Mist eignuðust dreng

Sindri Snær Jensson og Alexía Mist Baldursdóttir eignuðust dreng þann …
Sindri Snær Jensson og Alexía Mist Baldursdóttir eignuðust dreng þann 14. nóvember síðastliðinn. Skjáskot/Instagram

Athafnamaðurinn Sindri Snær Jensson og Alexía Mist Baldursdóttir eignuðust sitt fyrsta barn saman þann 14. nóvember síðastliðinn. 

Sindri Snær er annar eigandi tískufataverslunarinnar Húrra, skemmtistaðarins Auto og veitingastaðanna Flatey og Yuzu. 

Parið greindi frá gleðifregnunum með sameiginlegri færslu á Instagram. „14.11.23. Dagurinn sem heimurinn okkar og hjörtu stækkuðu þúsundfalt. Eftir 24 klukkustunda baráttu kom fullkominn drengur í heiminn með keisaraskurði; 15 merkur & 51 cm. Fyrsta vikan okkar saman hefur verið draumi líkust,“ skrifuðu þau við fallega mynd af syni sínum. 

Fjölskylduvefur mbl.is óskar þeim innilega til hamingju!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert