Brad Pitt miður sín vegna skrifa sonarins

Angelina Jolie ásamt syni sínum Pax.
Angelina Jolie ásamt syni sínum Pax. mbl.is/AFP

Fréttamiðillinn Daily Mail gróf á dögunum upp gamla færslu sem sonur Angelinu Jolie og Brad Pitts, Pax, skrifaði um Pitt þegar hann var sextán ára. Pax sem er nítján ára í dag fór hörðum orðum um Pitt á samfélagsmiðlum og heimildir herma að Pitt sé miður sín vegna skrifanna.

„Gleðilegan feðradag til þessa heimsklassa skíthæls! Þú hefur aftur og aftur sannað fyrir sjálfum þér hversu hræðileg og fyrirlitleg manneskja þú ert. Þú tekur ekki tillit til fjögurra yngstu barna þinna sem lifa í stöðugum ótta í nærveru þinni. Þú munt aldrei skilja skaðann sem þú hefur ollið fjölskyldu minni því þú ert ófær um það. Þú hefur gert líf þeirra sem standa mér næst að lifandi helvíti. Sannleikurinn mun einn daginn koma í ljós,“ skrifaði Pax í færslu á Instagram árið 2020.

Heimildarmenn í innsta hring Pitts segja að þessar fréttir hafi borist honum til eyrna. 

Brad ber mikla virðingu fyrir börnum sínum og það er leiðinlegt að sjá svona mál dregin fram í sviðsljósið. Það er ergilegt þegar reynt er að gera illmenni úr Brad Pitt því ekkert gæti verið fjær sannleikanum. Hann kýs að tjá sig ekki um þetta mál,“ segir heimildarmaður í viðtali á Perezhilton.com. 

Aðrir heimildarmenn segja að Jolie sé að nota börnin gegn honum og hafi gert það í mörg ár.

„Fólkið í kringum Brad er sannfært um að hún hafi verið að leika svona leiki í mörg ár en þau vilja hins vegar ekki láta sogast inn í slíka hringiðu. Hún hafi verið að mata börnin með lygum í fleiri ár og snúið börnunum gegn honum. Þetta er mjög erfitt fyrir Brad. Hann elskar þau öll og þetta brýtur hjarta hans.“

Annað er að heyra úr herbúðum Jolie. Þar segja heimildarmenn að Pitt geti sjálfum sér um kennt. Hún vilji halda áfram með líf sitt og lækna gömul sár fjölskyldunnar en að Pitt vilji ekki sleppa sér.

Brad Pitt, Pax Thien Jolie-Pitt, Shiloh Nouvel Jolie-Pitt og Maddox …
Brad Pitt, Pax Thien Jolie-Pitt, Shiloh Nouvel Jolie-Pitt og Maddox Jolie-Pitt, AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert