Brad Pitt ekki séð meinta ástkonu í tvö ár

Brad Pitt.
Brad Pitt. AFP

Leikarinn Brad Pitt á ekki í leynilegu ástarsambandi við sænsku söngkonuna Lykke Li þrátt fyrir orðróm þess efnis. Pitt hefur ekki áhuga á ástarsambandi við aðra fræga konu eftir tvö misheppnuð hjónabönd við frægustu leikkonur heims. 

„Hann hefur ekki hitt hana í tvö ár,“ sagði heimildarmaður Page Six. „Hann hitti hana fyrir nokkrum árum. Ekkert neikvætt. Þau eru bara ekki að hittast.“

Fréttir af meintu ástarsambandi parsins fóru á kreik eftir að vinsæl Instagram-síða benti á stjörnurnar hefðu sést saman á pasta veitingastað í Hollywood sem er vinsæll meðal ríka og fræga fólksins. 

Eftir erfiðan skilnað við leikkonuna Angelinu Jolie nýtur Pitt þess að vera einhleypur og er sagður vera að kanna einhleypa markaðinn hægt og rólega. Áður en hann kynntist Jolie var hann kvæntur Jennifer Aniston og trúlofaður Gwyneth Paltrow. Heimildarmaður segir hann ekki hafa áhuga á að vera í sambandi með annarri stjörnu. „Ég sé ekki Brad hitta einhverja mjög fræga aftur. Ég sé hann fyrir mér hitta einhverja sem er ekki jafn fræg.“

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú sýnir veröldinni þínar bestu hliðar núna. Ein ástæða þess að þú vinnur svo vel með öðrum er að þú tjáir þig hreinskilningslega.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Skúli Sigurðsson
2
Steindór Ívarsson
3
Stefan Mani
4
Patricia Gibney

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú sýnir veröldinni þínar bestu hliðar núna. Ein ástæða þess að þú vinnur svo vel með öðrum er að þú tjáir þig hreinskilningslega.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Skúli Sigurðsson
2
Steindór Ívarsson
3
Stefan Mani
4
Patricia Gibney