„Ég á 45 systkini“

Mynd af hópi fólks.
Mynd af hópi fólks. Ljósmynd/Unsplash/Omar Lopez

Ashley Sandmire birti á dögunum myndband sem hefur vakið mikla athygli á TikTok, en þar greinir hún frá því að hún eigi 45 systkini og útskýrir það.

„Villtasta staðreyndin um mig er líklega sú staðreynd að ég á 45 systkini. En enn villtari staðreyndin er ástæðan fyrir því að ég á 45 systkini,“ segir Sandmire í byrjun myndbandsins. 

„Ég ólst upp í fjölskyldu sem iðkar fjölkvæni. Fjölkvæni er þegar einn maður á fleiri en eina konu. Ég ólst upp í vesturhluta eyðimerkunnar í Nevada og þegar við bjuggum þar átti pabbi minn sex konur. Þannig að á meðan við bjuggum þar þá bjuggum við öll í tjaldvögnum sem voru ekki með hita, loftkælingu, ekkert – og við vorum lítið samfélag af fólki sem fór saman í kirkju og var saman,“ útskýrir hún. 

„Eigum öll systkini sem er mjög nálægt okkur í aldri“

Þegar Sandmire var tveggja ára gömul skipti fjölskyldan sér upp og því flutti hún til Mayfield þar sem hún eyddi uppvaxtarárum sínum. „Við lifðum eins og brotin útgáfa af fjölkvæni ... ég sá systkini mín og þau sáu mig en við bjuggum ekki nálægt hvort öðru,“ sagði hún. 

„Í grundvallaratriðum þá eigum við öll systkini sem er mjög nálægt okkur í aldri, hvort sem það eru nokkrir mánuðir á milli, tíu mánuðir, tvö ár, eitt ár. Ég á systur frá annarri mömmu sem er tíu mánuðum yngri en ég og svo á ég systur frá enn annarri mömmu sem er tíu mánuðum eldri en ég,“ útskýrir hún svo.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert