Neymar skilinn átta vikum eftir fæðingu dótturinnar

Dóttir parsins er tveggja mánaða gömul.
Dóttir parsins er tveggja mánaða gömul. Samsett mynd

Brasilíski fótboltamaðurinn Neymar da Silva Santos Jr. og fyrirsætan Bruna Biancardi eru hætt saman aðeins tveimur mánuðum eftir að dóttir parsins, Mavie, kom í heiminn. Biancardi greindi frá tíðindunum á Instagram á þriðjudag.

Neymar hefur ekki rætt opinberlega um sambandsslitin. Fótboltamaðurinn birti mynd af þeim feðginum fyrir viku síðan sem vakti mikla lukku meðal fylgjenda hans, en tæplega sjö milljón manns líkuðu færsluna. 

Neymar, sem á 12 á son úr fyrra sambandi, byrjaði með Biancardi í apríl á síðasta ári. 

View this post on Instagram

A post shared by NJ 🇧🇷 (@neymarjr)

View this post on Instagram

A post shared by NJ 🇧🇷 (@neymarjr)mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert