Móðir í fyrsta sinn 42 ára gömul

Uzo Aduba sýndi óléttukúluna í fyrsta sinn á Tony-verðlaununum í …
Uzo Aduba sýndi óléttukúluna í fyrsta sinn á Tony-verðlaununum í byrjun júní. AFP/Angela Weiss

Leikkonan Uzo Aduba eignaðist sitt fyrsta barn á dögunum með eiginmanni sínum Robert Sweeting. Aduba tilkynnti um fæðingu barnsins á Instagram-síðu sinni, í færslu þar sem hún sést með nýfætt barn sitt, stúlku sem hefur hlotið nafnið Adaiba Lee Nonyem, í fanginu.

Er þetta fyrsta barn hinnar 42 ára gömlu Aduba. Hún opinberaði óléttu sína á Tony verðlaunahátíðinni snemma í júní. Leikkonan giftist kvikmyndagerðarmanninum Sweeting í laumi árið 2020.

Aduba, sem er hvað þekkt­ust fyr­ir hlut­verk sitt sem Suz­anne „Crazy Eyes“ War­ren í þátt­un­um Orange Is the New Black, segist í Instagram-færslunni vera yfir sig ástfangin og þakklát.

View this post on Instagram

A post shared by Uzo Aduba (@uzoaduba)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert