Er öruggt að borða ananas á meðgöngu?

Ananas er uppfullur af C-vítamíni.
Ananas er uppfullur af C-vítamíni. Samsett mynd

Góð næring á meðgöngu er mikilvæg fyrir vöxt og þroska barns í móðurkviði. Hún er ekki síður mikilvæg fyrir heilsu konunnar. Yfir meðgöngutímann þurfa barnshafandi konur að forðast ákveðna fæðu og eða neyta í hófi, eins og hrás fisks, koffeins og mjúkra osta.

Á undanförnum árum hafa margar barnshafandi konur haldið sig frá suðræna ávextinum ananas, en sá hefur fengið á sig óorð og er sagður afar slæmur fyrir barnshafandi konur og geta valdið fósturláti eða komið af stað ótímabærri fæðingu, en er það rétt?

Samkvæmt Dr. Neha A. Deshpande, fæðingalækni hjá Pinceton Medical Group, þá er það alls ekki rétt. „Það er í góðu lagi að borða ananas á meðgöngu. Ananas er holl og góð fæða, en ég mæli með að neyta hans í hófi,“ segir Deshpande. „Ávöxturinn er uppfullur af vítamínum, andoxunarefnum og trefjum sem styðja við heilbrigða meðgöngu.“ Hún tekur samt fram að barnshafandi konur í áhættu að greinast með meðgöngusykursýki ættu að forðast ávöxtinn þar sem ananas hefur mjög hátt sykurinnihald.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert