Dreymir þig um að ferðast með Polar Express?

Kvikmyndin The Polar Express kom út árið 2004 og byggir …
Kvikmyndin The Polar Express kom út árið 2004 og byggir á samnefndri bók eftir Chris Van Allsburg sem kom út árið 1985. Samsett mynd

Kvikmyndin The Polar Express er ómissandi hluti af jólum margra, enda sannkölluð jólaklassík sem kemur manni í jólaskap. Nú geta aðdáendur kvikmyndarinnar hins vegar upplifað töfrana í eigin persónu.

Um borð í Polar Express í Kaliforníu upplifa farþegar töfrandi jólastemningu í anda kvikmyndarinnar. Ferðin tekur klukkutíma, en þar er boðið upp á heitt súkkulaði, gómsætar smákökur og ævintýraleg skemmtiatriði.

Á dögunum birti einn af farþegum lestarinnar, Heather Delude, myndskeið úr ferðinni sem hefur verið að gera allt vitlaust á TikTok. Þegar hafa yfir 13,6 milljónir horft á myndbandið og 1,9 milljónir líkað við það. 

Fyrir fullorðna kostar miðinn í lestina frá 7.000-11.000 krónur á meðan fargjald fyrir börn á aldrinum tveggja til ellefu ára kostar frá 6.000-10.000 krónur.

@heatherdelude03 It was just so magical. The smile on my little boys face 🥺#polarexpress #polarexpresstrain #christmas ♬ original sound - Heather Delude
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert