Mikil gleði ríkti á fyrstu sviðsæfingu á Frosti

Það ríkti mikil gleði á fyrsti sviðsæfingu á Frosti.
Það ríkti mikil gleði á fyrsti sviðsæfingu á Frosti. Samsett mynd

Það ríkir mikil spenna og eftirvænting eftir frumsýningu söngleiksins Frost sem er byggður á hinni ástsælu Disney-teiknimynd Frozen. Síðastliðna mánuði hefur leikhópurinn unnið hörðum höndum við að undirbúa sýninguna sem verður frumsýnd á Stóra sviði Þjóðleikhússins í mars. 

Í gær var fyrsti æfingadagur á Stóra sviðinu og deildu nokkrir leikarar úr leikhópnum ásamt leikhússtjóra myndum á Instagram. 

Með hlutverk systranna fara Vala Kristín Eiríksdóttir og Hildur Vala Baldursdóttir en stór hópur leikara, barna, hljómlistarmanna og listrænna stjórenda koma að uppfærslunni. Með leikstjórn fer Gísli Örn Garðarsson, en hann hefur unnið að uppsetningu á söngleiknum víða um Norður­lönd.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert