Sonur Dagnýjar og Ómars kominn í heiminn

Dagný Brynjarsdóttir og sonur hennar Brynjar Atli Ómarsson.
Dagný Brynjarsdóttir og sonur hennar Brynjar Atli Ómarsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Knattspyrnukonan Dagný Brynjarsdóttir og eiginmaður hennar Ómar Páll Sigurbjartsson eignuðust son þann 7. febrúar síðastliðinn. Drengurinn er annað barn hjónanna, en fyrir eiga þau soninn Brynjar Atla sem er fimm ára. 

Dagný og Ómar tilkynntu gleðifregnirnar með sameiginlegri færslu á Instagram. Í færslunni birtu þau fallega mynd af bræðrunum og skrifuðu fæðingardaginn við myndina. 

Nýr meðlimur í West Ham fjölskylduna!

Dagný leikur með enska félaginu West Ham, en í október síðastliðnum hélt félagið kynjaveislu fyrir landsliðskonuna á æfingasvæði þeirra þar sem kom í ljós að annar drengur væri á leiðinni. Stuttu eftir að hjónin tilkynntu komu sonarins birti félagið svo færslu á Instagram með hamingjuóskum. „Við höfum fengið nýjan meðlim í West Ham fjölskylduna! Óskum Dagnýju og Ómari til hamingju með fæðingu drengins.“

Fjölskylduvefurinn óskar þeim innilega til hamingju!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert