Sláandi lík móður sinni

Mæðgurnar.
Mæðgurnar. Samsett mynd

Bandaríska leikkonan Katie Holmes, sem gerði garðinn frægan í unglingaþáttaröðinni Dawson's Creek, rölti um götur New York-borgar ásamt dóttur sinni, hinni 17 ára gömlu Suri Cruise á dögunum.

Unglingsstúlkan, sem Holmes eignaðist árið 2006 með fyrrverandi eiginmanni sínum, stórleikaranum Tom Cruise, þykir sláandi lík móður sinni. Á myndum sem náðust af mæðgunum þá er nánast ógjörningur að þekkja þær í sundur. 

Holmes, 45 ára, og Cruise, 17 ára, virtust í góðu skapi þegar götuljósmyndari náði myndum af þeim á röltinu um Soho-hverfið í New York, en það er eitt vinsælasta hverfi borgarinnar.

Mæðgurnar voru klæddar eftir veðri en Suri minnti helst á karakter úr Yellowstone, hinni vinsælu þáttaseríu sem skartar Kevin Costner í aðalhlutverki, klædd kúrekastígvélum og mynstruðum vetrarjakka. 

Cruise á ekki í nánu sambandi við föður sinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert