Cruise með 25 árum yngri kærustu

Nýjasta parið í Hollywood!
Nýjasta parið í Hollywood! Samsett mynd

Samkvæmt slúðurpressunni vestanhafs þá er stórleikarinn Tom Cruise kominn á fast. Sú heppna er hin 36 ára gamla Elsina Khayrova, sem er rússnesk og þekkt úr samkvæmislífi hinna frægu og ríku. 25 ára aldursmunur er á parinu en Cruise er 61 árs gamall.

Heimildarmenn Page Six segja parið „yfir sig hrifið“ en það hefur verið að kynnast hægt og rólega undanfarnar vikur. Ástin blossaði upp í desember, en þá sást til pars­ins í Lundúnum þar sem þau bæði voru viðstödd gala-kvöldverð til styrktar London’s Air Ambulance Charity, og sögðu sjón­ar­vott­ar að Cruise væri gagn­tek­inn af henni og að þau hafi verið óaðskilj­an­leg.

„Cruise og Khayrova njóta þess að vera saman en gæta þess að vera ekki mynduð saman þar sem þau vilja tryggja friðhelgi einkalífsins,“ sagði ónafngreindur vinur parsins við miðilinn.

Cruise er þrískilinn og þriggja barna faðir. Hann kvæntist Mimi Rodgers árið 1987 og skildi við hana í febrúar 1990. Leikarinn gekk í hjónaband með Nicole Kidman í desember 1990 og var giftur henni til ársins 2001. Þau eiga tvö uppkomin börn. Síðar kvæntist hann Katie Holmes en þau voru gift í sex ár, frá 2006 til 2012. Þau eiga eina dóttur.

Khayrova er fyrr­ver­andi eig­in­kona rúss­neska ólíg­arks­ins Dmi­try Tset­kov. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant