Sonur Sigurðar og Sonju kominn með nafn

Sigurður Þór Óskarsson og Sonja Jónsdóttir hafa nefnt son sinn, …
Sigurður Þór Óskarsson og Sonja Jónsdóttir hafa nefnt son sinn, en hann heitir Steinar Ari.

Leikarinn Sigurður Þór Óskarsson og Sonja Jónsdóttir, hugbúnaðarsérfræðingur hjá Lucinity, gáfu syni sínum nafn á dögunum. 

Sigurður og Sonja hafa verið saman í nokkur ár, en þau trúlofuðu sig í apríl 2020. Drengurinn er fyrsta barn þeirra saman, en hann kom í heiminn þann 14. október síðastliðinn. 

Þau tilkynntu nafn drengsins í sameiginlegir færslu á Instagram, en með færslunni birtu þau fallega fjölskyldumynd með yfirskriftinni: „Mamma, pabbi og Steinar Ari.“

Fjölskylduvefurinn óskar þeim til hamingju með nafnið!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert