Kennari deilir spaugilegum verkefnasvörum nemenda

Börnin eru hugmyndarík!
Börnin eru hugmyndarík! Skjáskot/TikTok

Grunnskólakennari í Bandaríkjunum, sem gengur undir nafninu mrprofpatel á samfélagsmiðlinum TikTok, hefur vakið mikla athygli netverja síðastliðnar vikur. Hann birtir stórskemmtileg myndskeið af verkefna- og prófsvörum nemenda sinna og eru mörg þeirra afar spaugileg. 

Verkefnin sýna myndir af hversdagslegum hlutum eða athöfnum. Undir hverri mynd er auð lína fyrir nemendur til þess að skrifa niður hvað er á eftirfarandi mynd. Mörg barnanna flækja málin óþarflega mikið og tengja myndirnar frekar við afþreyingarefni eða tískustrauma dagsins í dag. 

Patel hefur þegar birt tæplega 70 myndskeið, en fyrsta færslan birtist í byrjun febrúar. Á innan við einum mánuði hafa yfir níu milljónir manns líkað við myndskeiðin.




mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert