Liðið hélt óvænt steypiboð fyrir Söndru

Sandra Erlingsdóttir er ófrísk að sínu fyrsta barni.
Sandra Erlingsdóttir er ófrísk að sínu fyrsta barni.

Handknattleiksparið Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason á von á sínu fyrsta barni saman. Þau eru bæði atvinnumenn í handknattleik og eru búsett í Þýskalandi þar sem Sandra leikur með Tuz Metzingen í þýsku úrvalsdeildinni og Daníel með Balingen. 

Parið greindi frá óléttunni í janúar síðastliðnum og tilkynntu kynið í mars, en þau eiga von á strák.

Á dögunum hélt lið Söndru svo óvænt steypiboð fyrir hana á æfingasvæðinu, en þær komu henni sannarlega á óvart með bláum skreytingum og gómsætum veitingum. Þá fékk Sandra sérmerktar samfellur og smekki frá liðinu í sannkölluðu handboltaþema. 

Fékk kynjaveislu á vellinum í Lundúnum

Það virðist ekki vera óalgengt að blásið sé til veislu þegar liðsmenn eru barnshafandi, en í október í fyrra hélt enska félagið West Ham, sem knattspyrnukonan Dagný Brynjarsdóttir leikur fyrir, flotta kynjaveislu fyrir hana á æfingasvæðinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka